Frá og með mánudeginum 16. júlí verða símatímar leyfafulltrúa og lögfræðinga, fyrir fyrirspurnir varðandi umsóknir um dvalarleyfi, ríkisborgararétt og vegabréfsáritanir, sem hér segir:
Þriðjudaga 9:00 – 11:00
Fimmtudaga 9:00 – 11:00
Umsækjendum er bent á að upplýsingar varðandi feril umsóknar og skilyrði leyfis er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Vinsamlegast leitið alltaf að upplýsingum á heimasíðu stofnunarinnar áður en hringt er eða sendar inn almennar fyrirspurnir. Stofnunin getur ekki svarað fyrirspurnum umsækjenda um hvort umsókn og fylgigögn séu fullnægjandi fyrr en umsókn hefur verið tekin til vinnslu. Stofnunin mun hafa samband við umsækjanda eða umboðsmann hans ef umsókn er ófullnægjandi eða ef frekari gögn vantar fyrir vinnslu umsóknar. Á heimasíðu stofnunarinnar er hægt að fylgjast með því hvaða umsóknir hafa verið teknar til vinnslu.