Þann 31. janúar 2020 yfirgaf Bretland ESB á grundvelli útgöngusamnings við sambandið. Samkvæmt skilmálum samningsins tók í kjölfarið við aðlögunartímabil.
Aðlögunartímabilið á að vara til 31. desember 2020 en það verður hugsanlega framlengt ef ESB og Bretland ná um það samkomulagi. Á aðlögunartímabilinu verður farið með Bretland eins og það sé enn aðili að ESB og EES. Reglurnar um frjálsa för munu áfram gilda og réttur breskra ríkisborgara og fjölskyldumeðlima þeirra á Íslandi verður óbreyttur á þessu tímabili.
Ísland og hin EES/EFTA ríkin hafa undirritað samning við Bretland um fyrirkomulag milli ríkjanna í kjölfar útgöngunnar og úrsagnar Bretlands úr EES-samningnum. Samningurinn tryggir réttindi breskra ríkisborgara og fjölskyldumeðlima þeirra á Íslandi og réttindi EES/ FTA ríkisborgara sem búa í Bretlandi. Aðskilnaðarsamningurinn endurspeglar að mestu útgöngusamninginn sem gerður var milli ESB og Bretlands. Markmið aðskilnaðarsamningsins er að tryggja að breskir ríkisborgarar sem búa í EES/EFTA-ríki í lok aðlögunartímabilsins geti haldið því áfram og muni áfram njóta í meginatriðum sömu réttinda og nú.
Útlendingastofnun hefur sett í loftið upplýsingasíðu fyrir breska ríkisborgara (á ensku) með spurningum og svörum um hvernig Brexit mun hafa áhrif á breska ríkisborgara sem búa á Íslandi. Enn er unnið að útfærslu reglna um komu og dvöl á Íslandi fyrir breska ríkisborgara og aðstandendur þeirra og verður síðan því uppfærð reglulega.
Stjórnvöld í Bretlandi hafa einnig birt leiðbeiningar um búsetu á Íslandi.