Umsókn þarf að leggja fram í eigin persónu.
Þú getur sótt um á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins.
Ef þú ert þegar á Íslandi geturðu sótt um vernd í móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði. Þar er opið á dagvinnutíma.
Ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins geturðu sótt um vernd á næstu lögreglustöð.
Teljir þú þig þurfa á vernd að halda bendir stofnunin þér á að leita aðstoðar hjálparsamtaka í þínu heimalandi og sérstaklega skal bent á flóttamannstofnun Sameinuðu þjóðanna.
Einstaklingar eiga ekki rétt á öðru húsnæði en því sem Útlendingastofnun úthlutar þeim.
Einstaklingar í húsnæði með fullu fæði eiga ekki rétt á fæðispeningum.
Fæðispeningar einstaklinga í húsnæði án fæðis og einstaklinga í eigin húsnæði skulu vera sem hér segir, en þó aldrei hærri en sem nemur 28.000 kr. fyrir hverja fjölskyldu á viku.
Einstaklingar | 8.000 kr. á viku |
Hjón eða sambúðarfólk | 13.000 kr. á viku |
Börn | 5.000 kr. á viku |
Umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga jafnframt rétt á bráðaþjónustu og greiðist kostnaður vegna hennar af Útlendingastofnun.
Börn yngri en 18 ára njóta aðgangs að hvers kyns heilsugæslu, lækningum, hjúkrun, sjúkrahúsþjónustu, sjúkraflutningum, hjálpartækjaþjónustu og þjónustu heilbrigðisstarfsmanna innan og utan heilbrigðisstofnana sem veitt er í því skyni að efla heilbrigði, fyrirbyggja, greina eða meðhöndla sjúkdóma og endurhæfa sjúklinga meðan þau dveljast hér á landi.
Barnshafandi konur skulu hafa aðgang að mæðravernd og börn að ung- og smábarnavernd.
Fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu við umsækjendur um vernd skv. samningi Útlendingastofnunar við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins:
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sinnir þjónustu við umsækjendur um vernd án tillits til búsetustaðar að undangenginni tilkynningu frá ÚTL um upphaf þjónustu.
Umsækjandi sjálfur eða þjónustusveitarfélag hans getur pantað tíma hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þegar þörf er á læknisþjónustu.
Í þjónustunni felst:
- Viðtal og fyrsta heilbrigðisskoðun barna og fullorðinna stuttu eftir komu.
- Almenn heilbrigðisþjónusta á dagvinnutíma eftir fyrstu heilbrigðisskoðun, það er:
- viðtal við hjúkrunarfræðing símleiðis til að leysa úr einfaldari brýnum erindum, mögulega með aðstoð læknis,
- viðtal við lækni samkvæmt ákvörðun hjúkrunarfræðings,
- mæðra-, ung- og smábarnavernd og
- útgáfa lyfseðla og endurnýjun þeirra.
- Sálfræðiþjónusta.
- Önnur sérfræðiþjónusta. Starfsfólk heilsugæslunnar metur þörf á aðkomu annarra sérfræðilækna og útbýr tilvísun sé þörf á því (hér undir falla t.d. bæklunarlæknar, skurðlæknar, geðlæknar og tannlæknar í undantekningartilvikum). Kostnaður vegna þessarar sérfræðiþjónustu er greiddur af Útlendingastofnun.
Bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi er veitt tímabundið þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir í máli umsækjanda eða þar til synjun kemur til framkvæmda.
Umsækjendur sem fá útgefið bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi þurfa að verða sér úti um húsnæði og eiga ekki lengur rétt á framfærslu eða annarri þjónustu frá Útlendingastofnun.
Talsmaður: Sá sem talar máli umsækjanda um alþjóðlega vernd hér á landi og gætir hagsmuna hans við meðferð máls gagnvart íslenskum stjórnvöldum á meðan mál hans er til meðferðar hjá Útlendingastofnun og eftir atvikum kærunefnd útlendingamála.