Réttindi

Dvalarleyfi sem sótt er um skal vera í samræmi við tilgang dvalar umsækjanda. Mismunandi réttindi fylgja hverju dvalarleyfi fyrir sig og jafnframt er mismunandi hvaða réttindi leyfishafi getur áunnið sér. Útlendingastofnun hvetur umsækjanda og aðra sem koma að dvalarleyfisumsókn að kynna sér vel hvaða réttindi fylgja því dvalarleyfi sem sótt er um.

Helstu réttindi sem fylgja hverju dvalarleyfi fyrir sig koma fram í töflunum hér fyrir neðan, þ.e. um heimild til dvalar þegar umsókn er lögð fram, atvinnuþátttöku, rétt til ótímabundins dvalarleyfis og rétt til fjölskyldusameiningar.

Skýringar á réttindum

Heimild til dvalar þegar umsókn er lögð fram

Mismunandi reglur gilda um hvort umsækjandi hafi heimild til dvalar þegar umsókn um dvalarleyfi er lögð fram og þegar hún er til vinnslu hjá Útlendingastofnun. Ef fram kemur í töflunni að umsækjandi sem ekki er áritunarskyldur hafi 90 daga heimild til dvalar, þýðir það að viðkomandi má dvelja samanlagt í 90 daga á sl. 180 daga tímabili á Schengen svæðinu. Dvöl á Íslandi leggst þá saman við dvöl í öðrum aðildarríkjum Schengen svæðisins, nema umsækjandi hafi dvalarleyfi í því Schengenríki þar sem hann hefur dvalist.

Þeir sem eru áritunarskyldir og hafa heimild til að dvelja á landinu þegar umsókn er lögð fram hafa einungis heimild til dvalar á meðan áritunin er í gildi. Þegar heimild til dvalar er ekki lengur til staðar þarf umsækjandi að yfirgefa Schengen svæðið, ef ekki er búið að samþykkja umsókn um dvalarleyfi.

Hafi umsækjandi um ákveðið dvalarleyfi ótakmarkaða heimild til dvalar á meðan umsókn er til vinnslu hjá Útlendingastofnun er viðkomandi reitur í töflu merktur með „Heimild“, en hafi umsækjandi ekki heimild til dvalar á landinu á meðan umsókn er lögð fram og á meðan hún er til vinnslu er reiturinn merktur með „Ekki heimild“.

 -

Atvinnuþátttaka

Mismunandi reglur gilda um atvinnuþátttöku umsækjenda eftir dvalarleyfum. Sumum dvalarleyfum fylgir réttur til atvinnuþátttöku án atvinnuleyfis, í öðrum tilvikum þarf að sækja sérstaklega um atvinnuleyfi, ákveðnum dvalarleyfum fylgir ekki réttur til atvinnuþátttöku og loks getur atvinnuleyfi í ákveðnum tilfellum verið forsenda útgáfu dvalarleyfis.

Heimild til atvinnu er ýmist bundin við ákveðinn atvinnurekanda sem leyfið var veitt til eða heimildin er óbundin atvinnurekanda. Ef atvinnuleyfi er bundið við ákveðinn atvinnurekanda þýðir það að leyfishafi má aðeins vinna hjá þeim atvinnurekanda sem leyfið var veitt til, en megi umsækjandi vinna án atvinnuleyfis er viðkomandi ekki bundinn ákveðnum atvinnurekanda.

Almenna reglan er þó sú að umsækjandi um dvalarleyfi má ekki byrja að vinna fyrr en dvalarleyfi hefur verið veitt.

Nánari skýringar á einstökum atriðum varðandi atvinnuþátttöku er að finna við hverja töflu fyrir sig.

 -

Ótímabundið dvalarleyfi

Mismunandi reglur gilda um hvort dvalarleyfi getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis og hvaða tímaskilyrði gilda. Í sumum tilvikum er réttur til ótímabundins dvalarleyfis háður þeim rétti sem aðstandandi leyfishafa hefur og í öðrum tilvikum er réttur til ótímabundins leyfis háður því að leyfishafi hafi haft dvalarleyfi á öðrum forsendum en því leyfi sem viðkomandi hefur nú. Slík tilvik eru merkt í viðeigandi reit í töflu sem „Í ákveðnum tilvikum“.

Nánari skýringar á einstökum atriðum varðandi ótímabundin dvalarleyfi er að finna við hverja töflu fyrir sig.

 -

Fjölskyldusameining

Mismunandi reglur gilda um hvort dvalarleyfi sem leyfishafi hefur veitir rétt til fjölskyldusameiningar og hvaða fjölskyldumeðlimir geta sótt um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar.

Fjölskyldusameining nær til nánasta aðstandanda leyfishafa, en það eru samkvæmt útlendingalögum maki leyfishafa eða sambúðarmaki, barn yngra en 18 ára á framfæri og í forsjá viðkomandi leyfishafa, og foreldrar leyfishafa 67 ára og eldri. Skilyrði er að barn leyfishafa sé yngri en 18 ára þegar leyfið er veitt og foreldri sé orðið 67 ára.

Foreldri barns, sem er yngra en 18 ára og búsett hér á landi, getur sótt um og fengið dvalarleyfi „við ákveðnar aðstæður“ eins og fram kemur í töflunni, en þá þarf að uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögum um útlendinga. Nánari upplýsingar um þau skilyrði er að finna í umfjöllun um dvalarleyfi fyrir foreldra.

Ef fram kemur í töflu að réttur til fjölskyldusameiningar sé „háður aðstæðum hvenær“ er rétturinn til staðar, en það getur verið að hann verði ekki virkur fyrr en leyfishafi hefur dvalið hér á landi í ákveðinn tíma. Nánari upplýsingar má finna í umfjöllun um dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar.

Nánari skýringar á einstökum atriðum er að finna við hverja töflu fyrir sig.

 -

Yfirlit yfir réttindi

Vegna atvinnu þátttöku

 • Skortur á starfsfólki
 • Sérfræðingar
 • Íþróttafólk
 • Sérhæfðir starfsmenn á grundvelli samstarfs- eða þjónustusamnings

 -

Vegna menntunar og menningarskipta 

 • Vegna náms – BA/BS
 • Vegna náms – MA/MS
 • Vegna náms – Doktorsnemar
 • Starfsnemar
 • Vegna samninga við erlend ríki
 • Vegna vistráðningar (au pair)

 -

Vegna alþjóðlegrar verndar, mannúðar og mansals 

 • Vegna alþjóðlegrar verndar
 • Vegna mannúðarsjónarmiða
 • Vegna mansals

  -

Önnur dvalarleyfi 

 • Vegna sérstakra tengsla við landið
 • Vegna lögmæts og sérstaks tilgangs

  -

Aðstandendur - makar

 • Maki/sambúðarmaki Íslendings
 • Maki/sambúðarmaki námsmanns í framhaldsnámi
 • Maki/sambúðarmaki annars leyfishafa sem hefur rétt til fjölskyldusameiningar

  -

Aðstandendur – börn

 • Barn Íslendings eða maka hans
 • Barns námsmanns í framhaldsnámi  
 • Barn annars leyfishafa sem hefur rétt til fjölskyldusameiningar

  -

Aðstandendur – foreldrar

 • Foreldri Íslendings eða maka hans
 • Foreldri annars leyfishafa sem hefur rétt til fjölskyldusameiningar

(Fara á síðu um dvalarleyfi)


Yfirlæitstöflur um r  -

 Yfirlitstöflur um réttindi

Vegna atvinnuþátttöku

 1 Vegna atvinnuþáttöku 05


Vegna menntunar og menningarskipta

2 Vegna menntunar og menning 051 Í ákveðnum tilvikum þýðir að leyfishafi getur sótt um ótímabundið dvalarleyfi hafi hann haft dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis í að minnsta kosti tvö (2) ár og áður dvalið hér á landi í samfelldri dvöl samkvæmt dvalarleyfi vegna náms, þannig að heildardvöl sé að minnsta kosti fjögur (4) ár.

Vegna alþjóðlegrar verndar, mannúðar og mansals

3 Vegna alþjóðlegrar verndar 051 Má vinna án atvinnuleyfis þýðir að leyfishafi þarf ekki að sækja um sérstakt atvinnuleyfi til að stunda vinnu.

2 Já, háð aðstæðum hvenær þýðir að rétturinn sé til staðar en það getur verið að rétturinn til fjölskyldusameiningar sé ekki virkur fyrr en leyfishafi hefur dvalið hér á landi í ákveðinn tíma. Sjá nánar upplýsing um dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar.

3 Á ekki við þýðir að umsækjandi getur ekki sótt um þessi dvalarleyfi nema hann sé þegar staddur á landinu og eiga reglur um heimild til dvalar ekki við.

Önnur dvalarleyfi

4 Önnur dvalarleyfi 051 Já, háð aðstæðum hvenær þýðir að rétturinn er til staðar en það getur verið að rétturinn til fjölskyldusameiningar verið ekki virkur fyrr en leyfishafi hefur dvalið hér á landi í ákveðinn tíma. Sjá nánari upplýsingar um dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar.

Aðstandendur – makar

5 Adstandendur makar 051 Má vinna án atvinnuleyfis þýðir að leyfishafi þarf ekki að sækja um sérstakt atvinnuleyfi til að stunda vinnu.

2 Í ákveðnum tilvikum þýðir að maki eða sambúðarmaki námsmanns getur átt rétt á ótímabundnu dvalarleyfi ef námsmaðurinn hefur rétt á að sækja um ótímabundið dvalarleyfi.

Aðstandendur – börn

6 Aðstandendur börn 05
1
Má vinna til 18 ára aldurs án atvinnuleyfis
þýðir að barn má vinna án atvinnuleyfis til 18 ára aldurs og er sú heimild óbundin atvinnurekanda. Eftir 18 ára aldur þarf viðkomandi að sækja um sérstakt atvinnuleyfi og er leyfishafi bundinn ákveðnum atvinnurekanda, þ.e. má einungis vinna hjá þeim atvinnurekanda sem atvinnuleyfið er veitt til.

2 Í ákveðnum tilvikum þýðir að barn getur átt rétt á ótímabundnu dvalarleyfi ef námsmaðurinn (foreldri barnsins) á rétt á ótímabundnu dvalarleyfi.

3 Í ákveðnum tilvikum 2 ár, annars 4 ár þýðir að almennt getur umsækjandi sem er á dvalarleyfi fyrir barn sótt um ótímabundið dvalarleyfi eftir 4 ár. Ef foreldri leyfishafa hefur verið íslenskur ríkisborgari í 5 ár getur umsækjandi fengið útgefið ótímabundið leyfi eftir tveggja ára samfellda dvöl hér á landi.

4 Við ákveðnar aðstæður þýðir að barn getur fengið til sín foreldri að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Grunnskilyrði er að barnið sé yngra en 18 ára. Upplýsingar um önnur skilyrði er að finna í umfjöllun um dvalarleyfi fyrir foreldri barns yngra en 18 ára.

 

Aðstandendur – foreldrar

7 Adstandendur foreldrar 06

(Fara á síðu um dvalarleyfi)