• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
      • Tungumálastefna
      • Persónuverndarstefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
      • Dvalarleyfi
      • Alþjóðleg vernd
      • Vegabréfsáritanir
      • Íslenskur ríkisborgararéttur
      • Túlkanir og þýðingar
      • Upplýsingar fyrir ríkisborgara Úkraínu
    • Hafa samband
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Hafa samband
  • Algengar spurningar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Ótímabundið dvalarleyfi

Ótímabundið dvalarleyfi

Ótímabundið dvalarleyfi felur í sér rétt til ótímabundinnar dvalar á Íslandi. 

Eftirfarandi dvalarleyfi geta verið grundvöllur fyrir ótímabundið dvalarleyfi

  • Dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar
  • Dvalarleyfi vegna skorts á starfsfólki
  • Dvalarleyfi fyrir íþróttafólk
  • Dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar
  • Dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar
  • Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða
  • Dvalarleyfi á grundvelli sérstakra tengsla við landið
  • Dvalarleyfi fyrir námsmenn, með takmörkunum
  • Dvalarleyfi fyrir trúboða

Athugið að aðstandendur EES/EFTA-borgara öðlast rétt til ótímabundinnar dvalar á Íslandi án þess að sækja um ótímabundið dvalarleyfi.

Til á fá ótímabundið dvalarleyfi þarf umsækjandi að meginreglu að hafa dvalið á landinu í 4 ár, á dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis. Umsækjandi getur átt rétt á ótímabundnu dvalarleyfi eftir styttri dvöl en 4 ár eða án þess að skilyrði um fyrri dvöl sé uppfyllt. Önnur skilyrði en tímaskilyrði þurfa jafnframt að vera uppfyllt.

Þú gætir átt rétt á ótímabundnu dvalarleyfi ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt, ásamt fleirum

  • Þú uppfyllir tímaskilyrði sem við þig eiga,
  • uppfyllir skilyrði þess dvalarleyfis sem er í gildi,
  • hefur næg laun, eigið fé eða aðra trygga framfærslu,
  • hefur haft trygga framfærslu og getað framfleytt þér löglega,
  • hefur sótt íslenskunámskeið í að lágmarki 150 stundir eða tekið stöðupróf í íslensku. 

Þú mátt ekki

  • Hafa fengið fjárhagslega aðstoð frá sveitarfélagi eða ríkinu,
  • eiga ólokið mál hjá lögreglu eða dómstólum,
  • eiga ólokið mál hjá stjórnvöldum sem getur orðið til þess að þér verði vísað úr landi.

Það er á ábyrgð umsækjanda að sækja um ótímabundið dvalarleyfi að minnsta kosti fjórum vikum áður en gildistími fyrra leyfis rennur út. Sé það gert er umsækjanda heimilt að dvelja á Íslandi á meðan umsókn er til vinnslu hjá Útlendingastofnun.

Sé ekki sótt um ótímabundið dvalarleyfi áður en gildistími eldra leyfis rennur út kemur rof á samfellda löglega dvöl umsækjanda og á umsækjandi þá ekki rétt á ótímabundnu dvalarleyfi. Því verður umsókn synjað. Umsækjandi getur lagt fram nýja umsókn um fyrsta dvalarleyfi en mismunandi reglur gilda um heimild til dvalar þegar umsókn er lögð fram og á meðan hún er til vinnslu. Sjá nánar um feril umsókna. 

Vinsamlegast athugið að það er umsækjanda ávallt fyrir bestu að hafa dvalarleyfi í gildi þrátt fyrir að umsókn um ótímabundið dvalarleyfi hafi verið lögð fram og sé til vinnslu hjá stofnuninni.

Réttindi sem fylgja ótímabundnu dvalarleyfi

  • Umsækjandi hefur rétt á ótímabundinni dvöl á Íslandi.
  • Umsækjandi fær óbundið atvinnuleyfi og getur unnið og skipt um vinnu án þess að sækja um það til Vinnumálastofnunar.
  • Dvalarleyfið veitir rétt til fjölskyldusameiningar fyrir:  
    • maka umsækjanda eða sambúðarmaka eftir að minnsta kosti 1 ár í sambúð,
    • börn umsækjanda yngri en 18 ára, ef umsækjandi hefur forsjá þeirra,
    • foreldra umsækjanda 67 ára og eldri.
  • Dvalarleyfið veitir rétt til dvalar erlendis í allt að 18 mánuði á 4 ára tímabili án þess að leyfið falli niður. Dvöl erlendis getur haft áhrif á umsókn um íslenskan ríkisborgararétt.

Nánar um ótímabundið dvalarleyfi

Tímaskilyrði og samfelld dvöl

Íslenskunám

Framfærsla

Umsókn um ótímabundið dvalarleyfi

Gögn sem þarf að leggja fram

Synjun umsóknar um ótímabundið dvalarleyfi

Niðurfelling ótímabundins dvalarleyfis

 

Tímaskilyrði og samfelld dvöl

Umsækjandi um ótímabundið dvalarleyfi þarf að hafa dvalist hér á landi samfellt síðustu ár samkvæmt dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis. Til að dvöl teljist samfelld má umsækjandi ekki hafa dvalist lengur erlendis en 90 daga á hverju ári af gildistíma dvalarleyfis.

Að meginreglu þarf umsækjandi að hafa dvalist hérlendis samfellt í 4 ár. Sem dæmi þarf umsækjandi að hafa haft dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar í að minnsta kosti 4 ár áður en hann getur sótt um ótímabundið dvalarleyfi. Ákveðnar undantekningar eru frá þessari meginreglu:

Maki íslensks ríkisborgara

Útlendingur sem er giftur eða í skráðri sambúð með íslenskum ríkisborgara, hefur búið með honum hér á landi og haft dvalarleyfi samfellt í minnst 3 ár eftir stofnun hjúskapar eða skráningu sambúðar. Ekki er skilyrði að dvalarleyfi umsækjanda hafi verið gefið út á grundvelli hjúskapar eða sambúðar.

Barn íslensks ríkisborgara

Útlendingur sem á íslenskan ríkisborgara að foreldri getur sótt um ótímabundið dvalarleyfi eftir minnst 2 ára samfellda dvöl fyrir framlagningu umsóknar. Skilyrði er að foreldri viðkomandi hafi haft íslenskan ríkisborgararétt í minnst 5 ár. Ekki skiptir máli hvort dvalarleyfi sem umsækjandi hefur haft geti verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis.

Barn sem fæðist hér á landi

Barn sem fæðist hérlendis getur sótt um ótímabundið dvalarleyfi ef forsjárforeldri þess hefur ótímabundið dvalarleyfi.

Ungmenni 18 ára og eldri

Ungmenni sem náð hefur 18 ára aldri og dvalið hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar í 4 ár eða lengur og hefur stundað nám eða störf hér á landi.

Námsmaður

Útlendingur sem hefur haft dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis í að minnsta kosti tvö (2) ár og hefur áður dvalið hér á landi í samfelldri dvöl samkvæmt dvalarleyfi vegna náms, þannig að heildardvöl sé að minnsta kosti fjögur (4) ár.

Útlendingur sem hefur lokið doktorsnámi á Íslandi og hefur haft dvalarleyfi á grundvelli starfs sem krefst sérfræðiþekkingar í minnst þrjú (3) ár fyrir framlagningu umsóknar.

Fyrrum íslenskur ríkisborgari

Útlendingur sem hyggst setjast að hér á landi og var íslenskur ríkisborgari við fæðingu en hefur misst ríkisborgararéttinn eða afsalað sér honum, getur sótt um ótímabundið dvalarleyfi hérlendis án þess að hafa búið áður á Íslandi.

Íslenskunám

Umsækjandi þarf að hafa sótt námskeið í íslensku fyrir útlendinga, að lágmarki samtals 150 kennslustundir og þarf tímasókn að vera að lágmarki 85%. Umsækjandi getur einnig tekið stöðupróf í íslensku hjá aðilum viðurkenndum af mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Undanþágur frá kröfum um íslenskunámskeið eru eftirfarandi:

  • Umsækjandi er eldri en 65 ára og hefur búið hér á landi að minnsta kosti síðustu 7 ár, eða
  • umsækjandi getur ekki af líkamlegum eða andlegum ástæðum tekið þátt í íslenskunámskeiði og það er staðfest af þar til bærum sérfræðingi, eða
  • umsækjandi getur lagt fram gögn sem staðfesta að hann hafi lokið námi í á grunnskóla-, framhaldsskóla- eða háskóla á íslensku sem gefur tilefni til að ætla að viðkomandi hafi öðlast fullnægjandi færni í íslensku.

Framfærsla

Umsækjandi þarf að sýna fram á að framfærsla hans hafi verið trygg á dvalartíma og hann hafi getað og geti framfleytt sér hérlendis með lögmætum hætti. Greiðslur í formi félagslegrar aðstoðar frá ríki eða sveitarfélagi teljast ekki til tryggrar framfærslu. Hafi framfærsla hins vegar verið ótrygg um skamma hríð er heimilt að víkja frá þessu skilyrði, til dæmis vegna fæðingarorlofs eða slyss. 

Útlendingastofnun er heimilt að afla skattframtala og gagna frá skattyfirvöldum til staðfestingar á tryggri framfærslu. 

Skilyrði um framfærslu eiga ekki við um umsækjanda með dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar eða á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

Umsókn um ótímabundið dvalarleyfi

Umsókn um ótímabundið dvalarleyfi skal lögð fram hjá Útlendingastofnun eða sýslumönnum utan höfuðborgarsvæðisins.

Með umsókn skulu fylgja öll þau gögn sem Útlendingastofnun gerir kröfu um til staðfestingar á því að skilyrði ótímabundins dvalarleyfis séu uppfyllt. 

Gögn sem þarf að leggja fram:

  1. Greiðslukvittun (ef greitt hefur verið fyrir umsóknina í banka). Koma þarf skýrt fram fyrir hvern er verið að greiða. Skráið nafn umsækjanda, fæðingardag og fæðingarár í tilvísun.
  2. Umsókn um ótímabundið dvalarleyfi, í frumriti, vel útfyllt og undirrituð af umsækjanda.
  3. Ljósrit vegabréfs. Vegabréf þarf að vera í gildi. Ljósrit þarf að vera af persónusíðu og síðu með undirskrift umsækjanda.
  4. Framfærslugögn, til dæmis staðgreiðsluyfirlit launa fyrir síðustu sex mánuði, ráðningarsamningur eða önnur gögn sem sýna fram á trygga framfærslu.  
  5. Frumrit vottorðs um íslenskunámskeið þar sem fram kemur að umsækjandi hafi lokið að minnsta kosti samtals 150 kennslustundum með 85% tímasókn, stöðupróf hjá viðurkenndum aðila, skrifleg undanþágubeiðni eða læknisvottorð vegna undanþágubeiðni.

Gögn sem heimilt er að leggja fram:

  • Umboð í frumriti vottað af tveimur vottum. Umboð þarf ekki að berast nema umsækjandi vilji að einhver annar en hann sjálfur fái upplýsingar um vinnslu umsóknarinnar hjá Útlendingastofnun.

Það er á ábyrgð umsækjanda að leggja fram nauðsynleg fylgigögn umsóknar. Ef fullnægjandi gögn berast ekki til Útlendingastofnunar með umsókninni getur það leitt til þess að afgreiðsla umsóknar tefjist eða að umsókninni verði synjað. Útlendingastofnun getur óskað eftir viðbótargögnum þegar sérstakar ástæður mæla með því.

Synjun umsóknar um ótímabundið dvalarleyfi

Ef umsækjandi uppfyllir ekki skilyrði ótímabundins leyfis verður umsókn um ótímabundið dvalarleyfi synjað.

Umsækjandi þarf þá að leggja fram umsókn um endurnýjun á fyrra leyfi eða umsókn um nýtt leyfi. Sé það ekki gert verður dvöl umsækjanda á landinu ólögmæt og getur það leitt til brottvísunar og endurkomubanns.

Sé ekki sótt um ótímabundið dvalarleyfi áður en gildistími eldra leyfis rennur út kemur rof á samfellda löglega dvöl umsækjanda og á umsækjandi þá ekki rétt á ótímabundnu dvalarleyfi. Því verður umsókn synjað. Umsækjandi getur lagt fram nýja umsókn um fyrsta dvalarleyfi en mismunandi reglur gilda um heimild til dvalar þegar umsókn er lögð fram og á meðan hún er til vinnslu.

NIÐURFELLING ÓTÍMABUNDINS LEYFIS

Útlendingastofnun tekur ákvörðun um hvort fella skuli niður ótímabundið dvalarleyfi þegar leyfishafi hefur dvalist erlendis lengur en í 18 mánuði á 4 ára tímabili. Ótímabundið dvalarleyfi útlendings fellur sjálfkrafa niður þegar lögheimili hans, sem skráð var hér á landi, hefur verið skráð erlendis samfellt í 18 mánuði. Að fenginni umsókn má heimila útlendingi lengri dvöl erlendis án þess að ótímabundið dvalarleyfi falli úr gildi ef leyfishafi:

  • Þarf að gangast undir herskyldu eða aðra skylda þjónustu í heimalandi sínu,
  • þarf að dveljast tímabundið erlendis vegna vinnu eða menntunar sinnar eða maka,
  • þarf að dveljast erlendis ásamt maka, sambúðarmaka, móður eða föður sem gegnir launuðu starfi á vegum íslenska ríkisins eða sem er starfsmaður alþjóðlegrar stofnunar,
  • þarf að dveljast erlendis vegna tímabundinna veikinda sinna eða náins aðstandanda, sbr. 69. gr laga um útlendinga.

Umsækjandi þarf að leggja fram skriflega beiðni um heimild til lengri dvalar erlendis en 18 mánuði á fjögurra ára tímabili. Beiðnin þarf að berast Útlendingastofnun áður en dvöl erlendis nær 18 mánuðum. Beiðninni skulu fylgja gögn sem staðfesta nauðsyn dvalar erlendis, t.d. læknisvottorð eða önnur gögn sem Útlendingastofnun gerir kröfu um.

  • Hverjir þurfa dvalarleyfi?
  • Ferill umsókna
    • Útgáfustaðir D-áritana
  • Afgreiðslutími og umsóknir í vinnslu
  • Langtímavegabréfsáritun
  • Langtímavegabréfsáritun fyrir fólk í fjarvinnu og aðstandendur þess
  • Fjölskyldusameining
  • - Maki eða sambúðarmaki
  • - Barn
  • - Foreldri 67 ára og eldri
  • - Foreldri barns yngra en 18 ára
  • Atvinnuleyfi
    • Flýtimeðferð
  • Nám
    • Endurnýjun og námsárangur
  • Vistráðning / au-pair
  • Vinnudvöl fyrir ungt fólk
  • Sjálfboðaliðar
  • Trúboðar
  • Lögmætur tilgangur
  • Sérstök tengsl við Ísland
  • Ríkisborgarar EES/EFTA og aðstandendur þeirra
    • EES og EFTA ríkin
  • Ótímabundið dvalarleyfi
  • Réttindi
  • Grunnskilyrði
  • Gagnakröfur
    • FBI sakavottorð
  • Heimild til dvalar
  • Synjun umsóknar um dvalarleyfi
  • Afturköllun dvalarleyfis
  • Algengar spurningar
  • Brottvísun og endurkomubann

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • New in Iceland
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd
  • Persónuverndarstefna

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til föstudaga 9 - 14

Símaþjónusta:
Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

444 0900

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hrmonitor 2021