Greiða þarf gjald vegna afgreiðslu umsóknar um dvalarleyfi, ríkisborgararétt og vegabréfsáritun.
Gjaldið er ekki endurgreitt eftir að umsókn hefur verið lögð inn. Fjárhæð gjalds er ákvörðuð í lögum um aukatekjur ríkissjóðs.
Gjald vegna umsóknar um dvalarleyfi
Gjald vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt
Gjald vegna umsóknar um vegabréfsáritun
Gjald vegna umsóknar um vegabréf fyrir útlendinga og ferðaskírteini fyrir flóttamenn
Gjald fyrir ljósritun
Bankaupplýsingar
Gjald vegna umsóknar um dvalarleyfi
Kvittun fyrir greiðslu afgreiðslugjalds þarf að fylgja öllum innsendum umsóknum.
Mikilvægt er að greiðslukvittun sé einungis fyrir eina umsókn og að í tilvísun komi fram nafn og fæðingardagur eða kennitala þess sem greitt var fyrir, sjá hér.
Umsókn þarf að senda á pappírsformi með bréfpósti til Útlendingastofnunar eða skila í þar til gerðan skilakassa í anddyri Útlendingastofnunar. Einnig er hægt að leggja inn umsókn hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.
Umsókn um dvalarleyfi* |
15.000 kr. |
Umsókn um endurnýjun dvalarleyfis |
15.000 kr. |
Viðbótargjald fyrir flýtimeðferð umsóknar um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku |
45.000 kr. |
Umsókn um ótímabundið dvalarleyfi |
15.000 kr. |
Umsókn um langtímavegabréfsáritun |
12.200 kr. |
Umsókn um langtímavegabréfsáritun fyrir fólk í fjarvinnu og aðstandendur þeirra |
12.200 kr. |
Umsókn um bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi |
15.000 kr. |
Endurútgáfa dvalarleyfisskírteinis |
7.500 kr. |
Endurútgáfa dvalarskírteinis fyrir aðstandendur EES-borgara sem ekki eru EES- eða EFTA-borgarar |
4.500 kr. |
*Vinsamlegast athugið að umsækjendur frá Japan þurfa ekki að greiða afgreiðslugjald fyrir umsóknir um dvalarleyfi vegna vinnudvalar fyrir ungt fólk.
Gjald vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt
Kvittun fyrir greiðslu afgreiðslugjalds þarf að fylgja öllum innsendum umsóknum.
Mikilvægt er að greiðslukvittun sé einungis fyrir eina umsókn og að í tilvísun komi fram nafn og fæðingardagur eða kennitala þess sem greitt var fyrir, sjá hér.
Umsókn þarf að senda á pappírsformi með bréfpósti til Útlendingastofnunar eða skila í þar til gerðan skilakassa í anddyri Útlendingastofnunar. Einnig er hægt að leggja inn umsókn hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.
UMSÓKN UM ÍSLENSKAN RÍKISBORGARARÉTT
Umsókn 18 ára og eldri |
25.000 kr. |
Umsókn fyrir barn Íslendings |
25.000 kr. |
Umsókn um íslenskan ríkisborgararétt sem send er Alþingi |
25.000 kr. |
TILKYNNING UM AÐ ÖÐLAST ÍSLENSKAN RÍKISBORGARARÉTT
Í skýrt afmörkuðum tilvikum geta einstaklingar fengið íslenskt ríkisfang með því að tilkynna þá ósk til Útlendingastofnunar, mikilvægt er að kynna sér skilyrðin sem þarf að uppfylla.
Tilkynning norræns ríkisborgara, sem hefur átt lögheimili hér á landi síðastliðin 3 ár |
12.500 kr. |
Tilkynning föður fyrir barn fætt erlendis eftir 1. október 1998 - 2018 |
12.500 kr. |
Tilkynning þess sem fæddur er eftir 1. júlí 1964 en fyrir 1. júlí 1982, sem á íslenska móður |
12.500 kr. |
Tilkynning um íslenskan ríkisborgararétt fyrir barn ættleitt erlendis |
12.500 kr. |
12.500 kr. |
|
12.500 kr. |
AÐRAR UMSÓKNIR VARÐANDI ÍSLENSKT RÍKISFANG
0 kr. |
|
0 kr. |
Gjald vegna umsóknar um vegabréfsáritun
Umsókn um áritun, 6-12 ára |
6.100 kr. |
Umsókn um áritun, 13 ára og eldri |
12.200 kr. |
Umsókn um framlengingu áritunar |
4.600 kr. |
Umsókn um langtímavegabréfsáritun |
12.200 kr. |
Umsókn um langtímavegabréfsáritun fyrir fólk í fjarvinnu og aðstandendur þeirra |
12.200. kr. |
Gjald vegna umsóknar um vegabréf fyrir útlendinga og ferðaskírteini fyrir flóttamenn
Umsókn um vegabréf fyrir útlending |
5.600 kr. |
Umsókn um ferðaskírteini fyrir flóttamenn |
5.600 kr. |
Gjald fyrir ljósritun
Fyrir hverja ljósritaða síðu |
20 kr. |
Bankaupplýsingar
Reikningsnúmer: 0515-26-410424
Kennitala Útlendingastofnunar: 670269-6399
Viðbótarupplýsingar vegna greiðslu erlendis frá
IBAN: IS05 0515 26 410424 670269 6399
SWIFT CODE: GLITISRE
Nafn banka: Íslandsbanki hf.
Staðsetning banka: Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík
Leiðbeiningar fyrir greiðslu afgreiðslugjalds með millifærslu í banka
- Greiða þarf fyrir umsókn áður en hún er póstlögð.
- Greiðslukvittun verður að fylgja með umsókninni, að öðrum kosti er hún endursend í almennum pósti. Sama á við um umsókn sem ekki hefur verið greitt fyrir að fullu.
- Koma þarf fram í skýringu fyrir hvern er greitt, þ.e. fæðingardagur og nafn umsækjanda.
- Gera þarf ráð fyrir greiðsluþóknun erlendra banka þegar greiðsla fer fram fyrir milligöngu banka sem ekki eru með starfstöð á Íslandi.