• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
      • Tungumálastefna
      • Persónuverndarstefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
      • Dvalarleyfi
      • Alþjóðleg vernd
      • Vegabréfsáritanir
      • Íslenskur ríkisborgararéttur
      • Túlkanir og þýðingar
      • Upplýsingar fyrir ríkisborgara Úkraínu
    • Hafa samband
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Hafa samband
  • Algengar spurningar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Um Útlendingastofnun
  3. Fréttir

Þjónusta við umsækjendur um vernd

Details
04 Apríl 2022

Fjöldi umsækjenda um vernd sem á rétt á þjónustu hér á landi hefur nærri tvöfaldast frá því í byrjun marsmánaðar og er nú rúmlega 1400.

Útlendingastofnun veitir umsækjendum um vernd þjónustu á grundvelli tímabundins samnings við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sem tók við ábyrgðinni á því að veita umsækjendum þjónustu við verkaskiptingu nýrrar ríkisstjórnar. Samningurinn gildir til 30. júní næstkomandi en þá mun verkefnið alfarið flytjast frá stofnuninni til ráðuneytisins.

Vegna mikillar fjölgunar umsækjenda um vernd í kjölfar stríðsátaka í Úkraínu gerðu Útlendingastofnun og félagsmálaráðuneytið með sér samkomulag um miðjan marsmánuð um að ráðuneytið tæki strax yfir ábyrgðina á því að afla búsetuúrræða fyrir umsækjendur. Sá þáttur þjónustunnar hefur því nú þegar flust yfir til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins sem notið hefur liðsinnis framkvæmdasýslu ríkisins við öflun búsetuúrræða undanfarnar vikur. Það er stór áskorun fyrir nýja aðila að koma að þessu verkefni á þessum fordæmalausu tímum þegar taka hefur þurft ný úrræði í notkun með örskömmum fyrirvara og tryggja þar viðeigandi aðbúnað.

Rúmur fjórðungur umsækjendanna (362) dvelur í úrræðum á vegum Reykjavíkurborgar, Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar sem veita þeim þjónustu á grundvelli samninga við Útlendingastofnun. Tæpur fjórðungur (338) dvelur í húsnæði á eigin vegum en á rétt á þjónustu frá Útlendingastofnun. Um það bil helmingur umsækjendanna (722) dvelur í búsetuúrræðum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og er þjónustaður af Útlendingastofnun.

Í þjónustu Útlendingastofnunar felst fyrst og fremst úthlutun húsnæðis til umsækjenda með tilliti til aðstæðna, þarfa og fjölskyldustærðar. Auk þess sér þjónustuteymi stofnunarinnar um að afhenda umsækjendum greiðslukort með framfærslufé, SIM kort, strætókort og hefur milligöngu um heilbrigðisþjónustu og ýmsa aðra þjónustu fyrir umsækjendur.

Gengið hefur verið frá ráðningum viðbótarstarfsfólks hjá stofnuninni til að tryggja viðveru starfsmanns í hverju úrræði á dagvinnutíma. Í hverju úrræði er auk þess öryggisvörður sem getur haft samband við bakvakt Útlendingastofnunar utan dagvinnutíma eða um helgar ef íbúa vanhagar um eitthvað.

Allir hlutaðeigandi aðilar vinna að því í sameiningu að vanda eins vel til verka og hægt er við móttöku og þjónustu umsækjenda um vernd.

Tafir vegna álags

Details
01 Apríl 2022

Vegna fordæmalausrar fjölgunar umsókna um vernd undanfarnar vikur er mikið álag á starfsemi Útlendingastofnunar.

Þess er vinsamlegast farið á leit að viðskiptavinir sýni stöðunni skilning og hafi þolinmæði að leiðarljósi ef dráttur skyldi verða á afgreiðslu eða svörun erinda. Starfsfólk svarar erindum eins fljótt og unnt er og reynt er eftir fremsta megni að standa við stjórnsýslufresti.

Fjölgun starfsfólks er þegar hafin en ljóst er að það mun taka tíma að ná utan um þau fjölmörgu viðbótarverkefni og umsóknir sem stofnuninni hafa borist á skömmum tíma.

Skráning í íslenskupróf að vori

Details
09 Mars 2022

Skráning í íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt vorið 2022 er hafin á mimir.is.

Próf að vori verða sem hér segir:

  • Akureyri: Mánudaginn 23. maí kl. 13:00 hjá Símey.
  • Egilsstöðum: Miðvikudaginn 25. maí kl. 13:00 hjá Austurbrú.
  • Ísafirði: Föstudaginn 27. maí kl. 13:00 hjá Fræðslumiðstöðinni.
  • Reykjavík:
    • Mánudaginn 30. maí kl. 09:00 og 13:00.
    • Þriðjudaginn 31. maí kl. 09:00 og 13:00.
    • Fimmtudaginn 2. júní kl. 09:00 og 13:00.
    • Föstudaginn 3. júní kl. 09:00 og 13:00.

Síðasti skráningardagur er 10. maí 2022.

Upplýsingar fyrir ríkisborgara Úkraínu

Details
04 Mars 2022

Úkraínskir ríkisborgarar sem eru hér á landi með tímabundið dvalarleyfi eða í heimsókn á grundvelli áritunarfrelsis eða áritunar mega dvelja hér áfram þrátt fyrir að heimildin til dvalar renni út þar til annað verður tilkynnt. 

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar frá íslenskum stjórnvöldum verða birtar á þessari síðu þegar þær liggja fyrir.


Úkraínumenn þegar á Íslandi

Ég er á Íslandi á grundvelli áritunarfrelsis eða áritunar og get ekki snúið aftur til Úkraínu. Hvaða réttindi hef ég?

Ef þú ert nú þegar á Íslandi með dvalarleyfi eða í heimsókn á grundvelli áritunarfrelsis eða áritunar máttu dvelja hér áfram þrátt fyrir að heimildin til dvalar renni út þar til annað verður tilkynnt.

Þú mátt ekki vinna á Íslandi án dvalar- og atvinnuleyfis.

Ég er á Íslandi og umsókn minni um alþjóðlega vernd var synjað fyrir nokkrum vikum. Þarf ég samt að fara?

Nei, þú þarft þess ekki. Úkraínskir ríkisborgarar þurfa ekki að snúa aftur heim þar til annað verður tilkynnt.

Koma úkraínskra ríkisborgara til Íslands

Getiði hjálpað mér að fara frá Úkraínu núna?

Því miður getur Útlendingastofnun ekki svarað spurningum varðandi brottför frá Úkraínu.

Ég er úkraínskur ríkisborgari. Get ég ferðast til Íslands?

Öll ESB- og Schengen-lönd sem liggja að Úkraínu heimila fólki á flótta frá Úkraínu inngöngu af mannúðarástæðum, óháð því hvort það hafi meðferðis vegabréf með lífkennum.

Ísland er hluti af Schengen-svæðinu.

Þegar þú hefur komið inn í land sem er hluti af þessu svæði geturðu í grundvallaratriðum ferðast til annarra landa sem eru hluti af Schengen-svæðinu án landamæraeftirlits.

Einstakir flugrekendur geta haft mismunandi reglur um hvaða skjöl eru nauðsynleg til að fara um borð. Íslensk yfirvöld eru ekki ábyrg fyrir slíkum reglum, en það er ráðlegt að ganga úr skugga um að skjöl þín séu í samræmi við reglur flugrekanda þíns áður en þú kaupir miða.

Þessar upplýsingar eiga við um komu til Íslands en ekki um ferðir um önnur lönd. Þú verður að athuga hvaða reglur gilda um ferðir yfir landamæri fyrir úkraínska ríkisborgara í öðrum löndum sem þú þarft að fara í gegnum á leiðinni til Íslands. Því miður geta íslensk stjórnvöld ekki svarað spurningum um reglur utan landamæra Íslands.

Ef þú ert í landi sem er ekki hluti af Schengen-svæðinu máttu reikna með að skjöl þín verði skoðuð á landamærastöð þar sem þú ferð inn á Schengen-svæðið.

Ef þú ert að flýja ástandið í Úkraínu og ert kominn að landamærum Íslands og þú ert ekki með vegabréf með lífkennum, vegabréf, vegabréfsáritun eða önnur skilríki, verður þér ekki synjað um inngöngu og þú getur sótt um vernd.


Alþjóðleg vernd

Get ég fengið vernd á Íslandi sem úkraínskur ríkisborgari?

Já. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að virkja ákvæði um tímabundna vernd vegna fjöldaflótta fyrir þá sem hafa flúið Úkraínu í kjölfar innrásar Rússlands.

Hér er tilkynning um ákvörðunina á vef stjórnarráðsins.

Hvar og hvernig sæki ég um alþjóðlega vernd?

Þú verður að vera á Íslandi til að sækja um vernd.

Umsókn þarf að leggja fram í eigin persónu.

Þú getur sótt um á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins.

Ef þú ert þegar á Íslandi geturðu sótt um vernd í móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði. Þar er opið á dagvinnutíma.

Ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins geturðu sótt um vernd á næstu lögreglustöð. 

Nauðsynlegt er að þú mætir í móttökumiðstöðina í Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði til að fá þá þjónustu sem þú átt rétt á sem umsækjandi um alþjóðlega vernd.

Þjónusta við umsækjendur um vernd

Hvar er móttökumiðstöðin fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd?

Móttökumiðstöð umsækjenda um alþjóðlega vernd er í Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði.

Opnir viðtalstímar eru mánudaga til fimmtudaga milli klukkan 10 og 12.

Hvaða þjónustu á ég rétt á sem umsækjandi um vernd?

Umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga rétt á eftirtalinni þjónustu:

Íslenskt SIM kort

  • Kortið færðu afhent í móttökumiðstöð fyrir umsæjendur um vernd í Bæjarhrauni 18 í Hafnarfirði.

Húsnæði

  • Þú þarft að mæta í móttökumiðstöðina í Bæjarhrauni 18 til að fá úthlutað húsnæði.

Fæðispeningar

  • Þú þarft að mæta í móttökumiðstöðina í Bæjarhrauni 18 til að fá úthlutað greiðslukorti fyrir fæðispeninga.
  • Ef þú dvelur í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar þar sem þú færð mat áttu ekki rétt á fæðispeningum.
  • Þú átt rétt á fæðispeningum þótt þú dveljir í húsnæði á eigin vegum.
  • Fæðispeningar eru greiddir út vikulega.
    • Einstaklingar fá 8.000 krónur á viku.
    • Hjón/sambúðarfólk fá 13.000 krónur á viku.
    • Börn fá 5.000 krónur á viku.
  • Hámarksgreiðsla fyrir fjölskyldu er 28.000 krónur á viku.

Framfærslufé

  • Þú þarft að mæta í móttökumiðstöðina í Bæjarhrauni 18 til að fá úthlutað greiðslukorti fyrir framfærslufé.
  • Framfærslufé er greitt út vikulega eftir fjögurra vikna dvöl.
    • Fullorðnir einstaklingar fá 2.700 krónur á viku.
    • Börn fá 1.000 krónur á viku.

Heilbrigðisþjónusta

  • Umsækjendur um alþjóðlega vernd eiga rétt á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og lyfjum sem eru þeim nauðsynleg á meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum.
  • Leita skal í móttökumiðstöðina í Bæjarhrauni 18 til að óska eftir læknistíma. Opnir viðtalstímar eru mánudaga til fimmtudaga milli klukkan 10 og 12. Sé um bráðatilvik að ræða skal leita á bráðamóttöku.
  • Umsækjendur þurfa að undirgangast læknisskoðun svo fljótt sem verða má eftir komuna til landsins. Skoðunin er byggð á lögum um sóttvarnir. Útlendingastofnun mun bóka fyrir þig tíma í læknisskoðun og láta þig vita hvenær og hvert þú átt að mæta.

Skólaganga fyrir börn

  • Börn umsækjenda um alþjóðlega vernd eiga rétt á því að ganga í skóla. Leitast er við að barn sé komið í almennan skóla innan fjögurra vikna frá umsókn um alþjóðlega vernd.
  • Áður en börn geta byrjað í skóla er nauðsynlegt að þau hafi farið í læknisskoðun.

Almenningssamgöngur 

  • Útlendingastofnun sér til þess að umsækjandi geti notað almenningssamgöngur sér að kostnaðarlausu til að sinna þeim erindum sem tengjast umsókninni.

Ég er búin/-n að sækja um alþjóðlega vernd og dvel á eigin vegum utan höfuðborgarsvæðisins. Hvað þarf ég að gera til að fá greiðslukort og SIM kort frá Útlendingastofnun?

Ef þú ert ekki búin/-n að fá greiðslukort eða SIM kort skaltu hafa samband við Útlendingastofnun.

Dvalar- og atvinnuleyfi

Er hægt að sækja um dvalarleyfi á Íslandi frá Úkraínu?

Já. Umsókn um dvalarleyfi skal fyllt út og undirrituð af umsækjanda. Jafnframt þarf að senda umsóknina í frumriti til stofnunarinnar, sjá upplýsingar um umsóknarferlið.

Ég hef þegar sótt um dvalarleyfi á Íslandi og bíð eftir svari. Hvað á ég að gera?

Þú þarft ekki að gera neitt. Þegar ákvörðun hefur verið tekin verður þú strax upplýst/-ur og leiðbeint um næstu skref.

Ég er á Íslandi. Get ég sótt um dvalarleyfi héðan?

Já. Svo lengi sem úkraínskir ríkisborgarar þurfa ekki að snúa aftur heim munum við afgreiða umsókn þína um dvalarleyfi ef þú sækir um frá Íslandi, óháð því hvers konar leyfi þú sækir um.

Ef þú ert með dvalarleyfi í öðru öruggu landi sem þú getur snúið aftur til gætum við synjað þér um að sækja um dvalarleyfi frá Íslandi, ef þú tilheyrir ekki þeim hópum sem venjulega eiga rétt á að sækja um frá Íslandi.

Skilyrðum til að fá dvalarleyfi á Íslandi hefur að öðru leyti ekki verið breytt. 

Hér eru upplýsingar um dvalarleyfi.

Eru umsóknir um dvalarleyfi frá úkraínskum ríkisborgurum í forgangi?

Nei. Úkraínskir ríkisborgarar þurfa ekki að snúa aftur heim þar til annað verður tilkynnt. Þetta þýðir að úkraínskir ríkisborgarar á Íslandi geta dvalið hér án þess að verða fyrir nokkrum afleiðingum á meðan umsóknir þeirra um dvalarleyfi eru afgreiddar.

Einfaldari meðferð áritana fyrir rússneska diplómata afnumin

Details
04 Mars 2022

Einfaldari meðferð vegabréfsáritana fyrir rússneska stjórnarerindreka, viðskiptafólk, þingmenn, diplómata og tengda aðila hefur verið afnumin. Almennar áritunarreglur og umsóknarferli gilda hér eftir fyrir alla rússneska ríkisborgara.

Íslensk stjórnvöld ákváðu þann 27. febrúar að afnema einfaldari meðferð vegabréfsáritana fyrir rússneska stjórnarerindreka, viðskiptafólk, þingmenn, diplómata og tengda aðila til að sýna samstöðu með Úkraínu. Réttindin um vegabréfsáritanir til ákveðinna hópa, sem hafa nú verið afnumin, byggja á tvíhliða samningi um liprun áritunarmála á milli Íslands og Rússlands frá árinu 2008. Þetta er gert til samræmis við aðgerðir Evrópusambandsins og ríkja á Schengen svæðinu.

Hér er tilkynning um ákvörðunina á vef stjórnarráðsins.

Fleiri greinar...

  1. Flestar umsóknir um vernd frá ríkisborgurum Venesúela
  2. Samkomulag um vinnudvöl ungs fólks milli Íslands og Bretlands
  3. Vegna tilkynningar Alþingis um tafir á veitingu ríkisborgararéttar
  4. Tímabókanir nauðsynlegar í afgreiðslu á ný
Síða 2 af 43
  • Fyrsta
  • Fyrri
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • Næsta
  • Síðasta
  • Útlendingastofnun
  • Fréttir
  • Greinar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  • Ársskýrslur
  • Stefnur Útlendingastofnunar
    • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
    • Launastefna
    • Jafnlaunastefna
    • Tungumálastefna
    • Persónuverndarstefna
  • Skipurit
  • Gjaldskrá
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Samstarfssamningar
  • Lög og reglugerðir
  • Algengar spurningar
    • Dvalarleyfi
    • Alþjóðleg vernd
    • Vegabréfsáritanir
    • Íslenskur ríkisborgararéttur
    • Túlkanir og þýðingar
    • Upplýsingar fyrir ríkisborgara Úkraínu
  • Hafa samband

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • New in Iceland
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd
  • Persónuverndarstefna

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til föstudaga 9 - 14

Símaþjónusta:
Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

444 0900

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hrmonitor 2021