Þann 1. janúar 2022 kom til framkvæmdar samkomulag íslenskra og breskra stjórnvalda um vinnudvöl ungs fólks (Youth Mobility Scheme visa / Working Holiday).
Samkomulagið gerir ungum ríkisborgurum landanna tveggja kleift að dvelja í landi hvors annars, í þeim tilgangi að kynnast landinu og menningu þess. Bretland er annað ríkið sem íslensk stjórnvöld gera slíkt samkomulag við, á eftir Japan, en Ísland er fyrsta og eina ríkið á EES-svæðinu sem hefur gert slíkt samkomulag við Breta.
Nánari upplýsingar fyrir bresk ungmenni sem vilja dvelja tímabundið á Íslandi er að finna á vefsvæði um dvalarleyfi vegna vinnudvalar ungs fólks.
Upplýsingar fyrir íslensk ungmenni sem vilja dvelja tímabundið í Bretlandi er að finna á síðunni Youth Mobility Scheme visa.