Vegna hertra sóttvarnaaðgerða hefur verið ákveðið að afgreiðsla Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 verði á ný aðeins opin þeim sem eiga pantaðan tíma.
- Á heimasíðu stofnunarinnar er mikið af gagnlegum upplýsingum sem gott er að byrja á að kynna sér, til dæmis:
- Hverjir þurfa dvalarleyfi og hverjir þurfa áritun til Íslands
- Upplýsingar um skilyrði umsókna um dvalarleyfi, áritanir og ríkisborgararétt
- Umsóknareyðublöð
- Hvaða umsóknir hafa verið teknar til afgreiðslu
- Svör við algengum spurningum
- Þjónustuver leiðbeinir og aðstoðar í tölvupósti og í síma 444 0900
- Mánudaga til fimmtudaga milli 9 og 14 og á föstudögum milli 9 og 12
- Athugið að lokað verður 24. og 31. desember
- Fyrir brýn erindi sem ekki er hægt að leysa með öðrum leiðum verður hægt að panta tíma í afgreiðslu
- Umsóknir og önnur gögn er hægt að senda inn með bréfpósti eða skila í póstkassa í anddyri stofnunarinnar (frá 8 til 16 virka daga)
- Gögn sem sett eru í póstkassann þarf að setja í umslag og merkja með nafni umsækjanda og kennitölu/fæðingardegi
- Greiðsluupplýsingar, reikningsnúmer og kennitala Útlendingastofnunar, eru neðst á heimasíðunni
- Nauðsynlegt er að panta tíma í myndatöku fyrir dvalarleyfiskort og ferðaskilríki.
Við vonum að viðskiptavinir sýni þessu breytta fyrirkomulagi skilning.