Útlendingastofnun þarf á ný að takmarka útgáfu dvalarleyfiskorta vegna lágrar birgðastöðu.
Aðeins verða gefin út dvalarleyfiskort til einstaklinga sem geta sýnt fram á að þeir þurfi á þeim að halda vegna ferðalaga erlendis. Senda þarf gild ferðagögn, s.s. flugmiða, á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til staðfestingar.
Í stað dvalarleyfiskorta munu umsækjendur fá bréf frá Útlendingastofnun til staðfestingar á útgáfu dvalarleyfis, með upplýsingum um gildistíma og atvinnuréttindi.
Útlendingastofnun biðst innilegrar velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.