Erlendir ríkisborgarar, sem voru í löglegri dvöl hér á landi fyrir 20. mars síðastliðinn og hafa ekki komist til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar, mega dvelja hér án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar til og með 10. september 2020 samkvæmt núgildandi reglum.
Einstaklingum, sem munu ekki komast til síns heima fyrir 10. september næstkomandi, verður heimilt að dvelja hér á landi til 10. nóvember 2020, án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar, að lokinni skráningu hjá Útlendingastofnun. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð dómsmálaráðherra.
Vinsamlegast athugið að ákvæðið nær aðeins til þeirra sem komast ekki til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar. Skortur á beinum flugsamgöngum til heimalands, hár kostnaður við ferðalög eða annað óhagræði af því að ferðast um þessar mundir eru ekki ástæður sem heimila dvöl án dvalarleyfis eða áritunar.
Beiðni um skráningu
- Beiðni um skráningu skal send með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Vinsamlegast merkið innihald póstsins (subject) með fullu nafni.
- Eftirfarandi upplýsingar/gögn þurfa að fylgja beiðni um skráningu:
- Afrit af vegabréfi.
- Afrit af vegabréfsáritun.
- Staðfesting á komu til lands fyrir 20. mars síðastliðinn, ef við á t.d. með öllum komu- og brottfararstimplum úr vegabréfi.
- Ástæða þess að viðkomandi getur ekki farið aftur til búseturíkis fyrir 10. september. - Frestur til að senda inn beiðni um skráningu er til 10. september 2020.
Fréttin var uppfærð 4. september 2020.