• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
    • Hafa samband
    • COVID-19
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Algengar spurningar
  • Lög og reglugerðir
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Um Útlendingastofnun
  3. Fréttir
  4. Margir umsækjendur með þörf fyrir vernd

Margir umsækjendur með þörf fyrir vernd

Details
22 Jan. 2020

Góður árangur náðist við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd hjá Útlendingastofnun á árinu 2019. Afgreiddum umsóknum fjölgaði um 42% miðað við árið á undan, óafgreiddum umsóknum fækkaði um 37% frá ársbyrjun auk þess sem málsmeðferðartími styttist verulega eftir því sem leið á árið. 

Umsóknir um alþjóðlega vernd voru 867 og fjölgaði lítillega milli ára en flestir umsækjendur komu frá Venesúela og Írak. Hlutfallslega voru umsóknir um vernd flestar á Íslandi af Norðurlöndunum. 

Fjöldi einstaklinga sem Útlendingastofnun veitti vernd hefur aldrei verið meiri á einu ári sem skýrist af því hve stór hluti umsækjenda hafði þörf fyrir vernd og hve mörg mál tókst að afgreiða. Til viðbótar við þá 376 einstaklinga, sem fengu jákvæða niðurstöðu hjá Útlendingastofnun, fengu samtals 155 einstaklingar veitta alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hjá kærunefnd útlendingamála, sem aðstandendur flóttamanna hér á landi eftir umsókn til Útlendingastofnunar eða sem kvótaflóttamenn í boði íslenskra stjórnvalda. Í heild fékk því 531 einstaklingur alþjóðlega vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi árið 2019.

Umsækjendur um vernd frá 71 ríki

Umsóknir um alþjóðlega vernd árið 2019 voru 867 og voru umsækjendur af 71 þjóðerni. Fjöldi umsókna var nokkru meiri en á síðasta ári þegar umsóknir voru 800.

Í samanburði við Norðurlöndin voru umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi, 24 á hverja 10.000 íbúa, og næstflestar í Svíþjóð, 22 á hverja 10.000 íbúa. Mun færri umsóknir voru lagðar fram í Finnlandi og fæstar í Danmörku og Noregi, sem hlutfall af íbúafjölda.

ums nordurlond 2019*Tölur fyrir Danmörku eru frá desember 2018 til nóvember 2019 þar sem fjöldi umsókna í desember 2019 hefur ekki verið birtur.

Tæpur fimmtungur umsókna um vernd hér á landi kom frá ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg upprunaríki og er það nokkur fækkun borið saman við árið á undan en þó einkum árin tvö þar á undan, þegar rúmur helmingur umsækjenda kom frá öruggum upprunaríkjum. Umsóknum frá öðrum en öruggum upprunaríkjum fjölgaði hins vegar á sama tíma og voru 720 á árinu.

ums 2019 samsetning
Stærstu hópar umsækjenda komu frá Venesúela (180) og Írak (137) en fjölmennastir þar á eftir voru Nígeríumenn, Afganar og Albanir. Um helmingur allra umsækjenda voru karlar, fjórðungur konur og fjórðungur börn. Nánari upplýsingar um umsækjendur um vernd eftir ríkisfangi og kyni er að finna á tölfræðisíðu vefsins.

ums thjod kyn 2019
Endurteknar umsóknir á árinu voru 48, þ.e. umsóknir frá umsækjendum sem sóttu um vernd hér á landi öðru sinni. 14 umsækjendur kváðust vera fylgdarlaus ungmenni við umsókn og 28 umsóknir komu frá börnum sem fæddust hér á landi á meðan mál foreldra þeirra voru til meðferðar hjá stjórnvöldum. 
 

Mikil fjölgun afgreiddra mála

Útlendingastofnun afgreiddi 1123 umsóknir um alþjóðlega vernd árið 2019, samanborið við 790 afgreidd mál árið 2018. Þessi mikla aukning í afköstum (42%) skýrist fyrst og fremst af fjölgun starfsmanna í málavinnslu og aukinni áherslu á þjálfun og innra skipulag á verndarsviði. Þessar forsendur réðu því að þegar breyting varð á samsetningu umsækjenda eftir mitt ár, með fjölgun umsókna frá ríkisborgurum Venesúela, gat stofnunin brugðist hratt við og afgreitt umsóknirnar í forgangsmeðferð jafnóðum.

Í upphafi ársins 2020 biðu 270 einstaklingar eftir niðurstöðu umsókna sinna um alþjóðlega vernd hjá Útlendingastofnun, flestir frá Írak og Venesúela. Það eru umtalsvert færri mál (37%) en voru óafgreidd í upphafi árs 2019 þegar 430 einstaklingar biðu eftir niðurstöðu í mál sitt hjá stofnuninni.

lyktir 2019
Rúmur helmingur allra afgreiddra umsókna var tekinn til efnislegrar meðferðar en þar af var tæpur fimmtungur afgreiddur með ákvörðun í forgangsmeðferð. Um það bil þriðjungur þeirra umsókna sem ekki var tekinn til efnislegrar meðferðar var afgreiddur með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, rúmur þriðjungur með synjun á grundvelli þess að viðkomandi höfðu þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru ríki og tæpur þriðjungur umsækjenda dró umsókn sína til baka eða hvarf frá henni.

Aldrei fleirum veitt vernd hjá Útlendingastofnun

Einstaklingum sem fengu jákvæða niðurstöðu við efnislega meðferð umsóknar sinnar hjá Útlendingastofnun fjölgaði mikið frá síðasta ári og hafa raunar aldrei verið fleiri á einu ári. Skýrist það eins og áður sagði af samsetningu umsækjenda, þ.e. hve margir umsækjendur höfðu þörf fyrir vernd, og fjölda afgreiddra mála.

Stofnunin tók 376 ákvarðanir um veitingu alþjóðlegrar verndar (105), viðbótarverndar (248) og dvalarleyfis af mannúðarástæðum (23) eða í sex af hverjum tíu málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar. Til samanburðar afgreiddi Útlendingastofnun 160 umsóknir með veitingu árið 2018 og höfðu þær þá aldrei verið fleiri.

lyktir efnis 2019
Flestar veitingar voru til umsækjenda frá Venesúela, Írak, Afganistan, Sýrlandi og Íran. Tæpur helmingur þeirra sem fengu jákvæða niðurstöðu voru karlar, rúmur fjórðungur konur og rúmur fjórðungur börn.

lyktir efnis thjod 2019
Flestir þeirra sem var synjað komu frá Moldóvu, Írak, Albaníu, Úkraínu og Serbíu. Tæpur helmingur þeirra sem fengu neikvæða niðurstöðu í efnislegri meðferð voru karlar, fjórðungur konur og rúmur fjórðungur börn. Nánari upplýsingar um niðurstöður afgreiddra mála eftir ríkisfangi og kyni er að finna á tölfræðisíðu vefsins.

Heildarfjöldi veitinga til flóttamanna á árinu

Til viðbótar við þá 376 umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem fengu jákvæða niðurstöðu hjá Útlendingastofnun á árinu, fengu samtals 155 einstaklingar veitta alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hjá kærunefnd útlendingamála, sem aðstandendur flóttamanna hér á landi eftir umsókn til Útlendingarstofnunar eða sem kvótaflóttamenn í boði íslenskra stjórnvalda.

veitingar heild 2019
Í heild fékk því 531 einstaklingur alþjóðlega vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi árið 2019 en árið 2018 voru það samanlagt 288 einstaklingar.

Málsmeðferðartími styttist

Þegar horft er á þróunina innan ársins 2019 styttist afgreiðslutíminn hjá Útlendingastofnun í öllum tegundum málsmeðferðar nema forgangsmeðferð. Mest styttist málsmeðferðartími umsókna um vernd sem afgreiddar voru með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og umsókna sem afgreiddar voru á grundvelli þess að umsækjendur höfðu þegar fengið veitta vernd í öðru ríki. Í báðum málsmeðferðum styttist meðalafgreiðslutími um u.þ.b. helming milli fyrsta og fjórða ársfjórðungs.

mmmt d 2019
Á sama tíma styttist afgreiðslutími í hefðbundinni efnismeðferð um 30 daga en afgreiðslutími í forgangsmeðferð lengdist úr níu dögum í 17. Skýrist það fyrst og fremst af mikilli fjölgun mála sem afgreidd voru í forgangsmeðferð á síðari helmingi ársins þegar farið var að taka umsóknir ríkisborgara Venesúela til slíkrar meðferðar en 34 forgangsmál mál voru afgreidd á fyrri helmingi ársins samanborið við 158 mál á þeim síðari.

mmmt d 2017 2019
Þegar litið er til allra afgreiddra mála styttist afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd úr 156 dögum í 144 daga að meðaltali milli áranna 2018 og 2019. Í hefðbundinni efnismeðferð og verndarmálum styttist málsmeðferðartíminn milli ára en lengdist í forgangsmeðferð og Dyflinnarmeðferð.

Fleiri umsækjendur í þjónustu hjá sveitarfélögum

Einstaklingum í þjónustu í verndarkerfinu fjölgaði framan af árinu 2019 og voru flestir um 630 í apríl og maí áður en þeim fækkaði aftur. Í upphafi árs 2020 nutu um 600 einstaklingar þjónustu hjá Útlendingastofnun og sveitarfélögum.

ums i thjonustu 2019
Sú þróun varð á árinu að þeim einstaklingum fjölgaði sem nutu þjónustu sveitarfélaganna þriggja, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarkaupstaðar og Reykjanesbæjar, sem Útlendingastofnun hefur samið við um þjónustu við umsækjendur um vernd og dvaldi meirihluti umsækjenda í húsnæði á þeirra vegum á árinu.

Um 350 einstaklingar voru í þjónustu hjá félagsþjónustum sveitarfélaganna þriggja um áramót en móttöku- og þjónustuteymi Útlendingastofnunar veittu um 250 umsækjendum þjónustu.

  • Útlendingastofnun
  • Fréttir
  • Greinar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  • Ársskýrslur
  • Stefnur Útlendingastofnunar
    • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
    • Launastefna
    • Jafnlaunastefna
  • Skipurit
  • Gjaldskrá
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Samstarfssamningar
  • Lög og reglugerðir
  • Algengar spurningar
  • Hafa samband
  • COVID-19

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • Rauði krossinn
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

Sími: 444 0900

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hr monitor 2020