• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
      • Tungumálastefna
      • Persónuverndarstefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
      • Dvalarleyfi
      • Alþjóðleg vernd
      • Vegabréfsáritanir
      • Íslenskur ríkisborgararéttur
      • Túlkanir og þýðingar
      • Upplýsingar fyrir ríkisborgara Úkraínu
    • Hafa samband
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Hafa samband
  • Algengar spurningar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Um Útlendingastofnun
  3. Fréttir
  4. 101 fengið vernd það sem af er ári

101 fengið vernd það sem af er ári

Details
15 Júlí 2019

Frá janúar til júní 2019 voru umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi 369. Stærstu hópar umsækjenda eru ríkisborgarar Írak, Venesúela og Afganistan. Útlendingastofnun veitti 111 einstaklingum vernd, viðbótarvernd eða mannúðarleyfi á sama tímabili, flestum frá Írak, Venesúela og Sýrlandi. Samtals fékkst niðurstaða í 500 mál hjá stofnuninni. Meðalmálsmeðferðartími allra umsókna sem afgreiddar voru með ákvörðun á fyrri helmingi ársins var 171 dagur.

Umsóknir um vernd frá 58 ríkjum

Umsækjendur um alþjóðlega vernd á fyrri helmingi ársins voru af 58 þjóðernum og var heildarfjöldi umsókna (369) um 15% meiri en á sama tímabili síðasta ár (jan-jún 2018: 322). Hlutfall umsókna frá svokölluðum öruggum upprunaríkjum var nokkru lægra en á síðasta ári eða um 20%.

ums ar

Stærstu hópar umsækjenda komu frá Írak (49), Venesúela (31) og Afganistan (30). 66% umsækjenda voru karlkyns og 34% kvenkyns; 75% umsækjenda voru fullorðnir og 25% yngri en 18 ára.

ums thjod kyn

Frekari upplýsingar um skiptingu umsækjenda um alþjóðlega vernd eftir þjóðerni, kyni og aldri er að finna á tölfræðisíðu vefsins.

Lyktir afgreiddra mála

Útlendingastofnun lokaði 500 málum varðandi alþjóðlega vernd á fyrri helmingi ársins. Það athugist að á bak við málin eru færri en 500 einstaklingar þar sem stundum eru teknar fleiri en ein ákvörðun í máli einstaklings.

Til efnislegrar meðferðar voru teknar 229 umsóknir en þar af voru 36 mál afgreidd með ákvörðun í forgangsmeðferð. Í 187 tilvikum var umsækjendum synjað um efnislega meðferð umsóknar, þar af voru 99 umsóknir afgreiddar með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 88 umsóknir á grundvelli þess að viðkomandi höfðu þegar fengið vernd í öðru ríki. 84 umsóknir fengu svokölluð önnur lok, ýmist vegna þess að umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu frá þeim.

lyktir

Af þeim 229 umsóknum sem Útlendingastofnun tók til efnislegrar meðferðar lauk 101 með ákvörðun um veitingu alþjóðlegrar verndar (46) eða viðbótarverndar (55) og 10 með veitingu dvalarleyfis af mannúðarástæðum. Í 118 tilvikum var umsækjendum synjað um alþjóðlega vernd, viðbótarvernd og mannúðarleyfi.

nidurst efnis

Flestar veitingar voru til umsækjenda frá Írak (26), Venesúela (18) og Sýrlandi (15) en flestir þeirra sem var synjað komu frá Moldóvu (33), Írak (18) og Georgíu (13). Nánari upplýsingar um niðurstöður afgreiddra mála eftir ríkisfangi er að finna á tölfræðisíðu vefsins.


Málsmeðferðartími

Meðalafgreiðslutími allra umsókna um alþjóðlega vernd hjá Útlendingastofnun á fyrri helmingi ársins 2019 var 171 dagur en var 156 dagar allt árið 2018. Meginskýringin á því er hlutfallsleg fækkun mála sem afgreidd eru í forgangsmeðferð og fjölgun mála sem afgreidd eru í hefðbundinni efnismeðferð.

mmmt

Eins og myndin hér að ofan sýnir styttist meðalafgreiðslutími umsókna sem afgreiddar voru á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og verndar í öðru landi (verndarmál) milli fyrsta og annars ársfjórðungs og er nú 152 dagar í Dyflinnarmeðferð og 104 dagar í verndarmálum. Á sama tíma lengdist meðalafgreiðslutími í hefðbundinni efnismeðferð lítillega úr 226 dögum í 230 daga. Bersýnilega tilhæfulausar umsóknir umsækjenda frá öruggum upprunaríkjum voru að jafnaði afgreiddar á 5 dögum í forgangsmeðferð á öðrum ársfjórðungi.

Fjöldi umsækjenda í þjónustu

Einstaklingum í þjónustu í verndarkerfinu fjölgaði á fyrstu mánuðum ársins en hefur fækkað aftur á undanförnum mánuðum.

thjonusta

Í byrjun júlí nutu samtals 585 umsækjendur um vernd þjónustu í kerfinu. 335 einstaklingar voru í þjónustu hjá félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarkaupstaðar og Reykjanesbæjar á grundvelli þjónustusamninga við Útlendingastofnun. Móttöku- og þjónustuteymi Útlendingastofnunar veittu 250 einstaklingum þjónustu.

  • Útlendingastofnun
  • Fréttir
  • Greinar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  • Ársskýrslur
  • Stefnur Útlendingastofnunar
    • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
    • Launastefna
    • Jafnlaunastefna
    • Tungumálastefna
    • Persónuverndarstefna
  • Skipurit
  • Gjaldskrá
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Samstarfssamningar
  • Lög og reglugerðir
  • Algengar spurningar
    • Dvalarleyfi
    • Alþjóðleg vernd
    • Vegabréfsáritanir
    • Íslenskur ríkisborgararéttur
    • Túlkanir og þýðingar
    • Upplýsingar fyrir ríkisborgara Úkraínu
  • Hafa samband

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • New in Iceland
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd
  • Persónuverndarstefna

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til föstudaga 9 - 14

Símaþjónusta:
Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

444 0900

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hrmonitor 2021