a) umsækjandi sýnir fram á þá þörf eða rökstyður þá fyrirætlan sína að ferðast oft og/eða reglulega, einkum vegna starfs síns eða fjölskylduaðstæðna, s.s. ef um er að ræða kaupsýslumenn, opinbera starfsmenn sem eru að staðaldri í opinberum tengslum við aðildarríki og stofnanir Evrópusambandsins, fulltrúa borgaralegra samfélagsstofnana, sem ferðast í því skyni að afla sér menntunar og taka þátt í málstofum og ráðstefnum, aðstandendur íslenskra ríkisborgara eða EES eða EFTA útlendinga, aðstandendur ríkisborgara þriðju ríkja sem dveljast löglega í aðildarríkjunum, og sjómenn,
b) umsækjandi sýnir fram á ráðvendni sína og áreiðanleika, einkum að því er varðar löglega notkun fyrri samræmdra vegabréfsáritana eða áritana með takmarkað gildissvæði, fjárhagsstöðu sína í upprunalandinu og að það sé einlægur ásetningur hans að fara frá yfirráðasvæði aðildarríkjanna áður en vegabréfsáritunin, sem sótt er um, rennur út.
Dagafjöldi áritunar er aldrei yfir 90 daga á hverju 6 mánaða tímabili.
Áritun fyrir fleiri en eina komu er sjaldan veitt í fyrsta sinn sem sótt er um áritun.
- Miði til heimferðar eða hringferðar.
- Sönnun þess að hlutaðeigandi eigi fé í búsetulandi (staðfest reikningsyfirlit banka).
- Sönnun um starf og staðfesting atvinnurekanda á því að viðkomandi geti snúið aftur til starfa eftir leyfi.
- Sönnun þess að hlutaðeigandi eigi fasteign.
- Ættartengsl í heimalandi.
- Sönnun þess að hlutaðeigandi hafi aðlagast búsetulandinu, ef hann býr ekki í því landi sem hann hefur ríkisfang í. Dvalarleyfi í öðru landi verður að gilda a.m.k. þrjá mánuði fram yfir áætlaða dvöl á Íslandi.
Ef erlent sendiráð, sem er í fyrirsvari fyrir Ísland, synjar umsókn um vegabréfsáritun getur umsækjandi kært þá ákvörðun til þess stjórnvalds samkvæmt leiðbeiningum í synjunarbréfi.
Ef gestgjafi vill kæra ákvörðun fyrir hönd umsækjanda, verður hann að hafa skriflegt umboð til þess.