• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
      • Tungumálastefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
      • Dvalarleyfi
      • Alþjóðleg vernd
      • Vegabréfsáritanir
      • Íslenskur ríkisborgararéttur
      • Túlkanir og þýðingar
    • Hafa samband
    • COVID-19
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Hafa samband
  • Algengar spurningar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Um Útlendingastofnun
  3. Algengar spurningar
  4. Vegabréfsáritanir

Algengar spurningar


Er hægt að framlengja áritun?

Heimilt er að framlengja gildistíma útgefinnar vegabréfsáritunar og/eða lengd dvalartíma sem hún heimilar hafi handhafi hennar fært sönnur á óviðráðanlegar aðstæður eða mannúðarástæður sem koma í veg fyrir að hann geti farið af yfirráðasvæði aðildarríkjanna áður en gildistími vegabréfsáritunarinnar eða dvalartíminn sem hún heimilar rennur út. Almennt er ekki hægt að fá framlengingu fram yfir 90 daga á hverju 180 daga tímabili.

Hvar og hvernig er sótt um framlengingu?

Sótt er um framlengingu á áritun hjá Útlendingastofnun. Umsækjandi þarf að leggja fram umsókn, ljósrit af vegabréfi, ljósrit af gildandi áritun, ferðamannatryggingu, bréf til rökstuðnings beiðninni og læknisvottorð ef við á.

Er hægt að fá áritun fyrir fleiri en eina komu á Schengen-svæðið?

Möguleiki er að fá áritun fyrir margar komur gefnar út með gildistímann frá sex mánuðum til fimm ára, ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:


a) umsækjandi sýnir fram á þá þörf eða rökstyður þá fyrirætlan sína að ferðast oft og/eða reglulega, einkum vegna starfs síns eða fjölskylduaðstæðna, s.s. ef um er að ræða kaupsýslumenn, opinbera starfsmenn sem eru að staðaldri í opinberum tengslum við aðildarríki og stofnanir Evrópusambandsins, fulltrúa borgaralegra samfélagsstofnana, sem ferðast í því skyni að afla sér menntunar og taka þátt í málstofum og ráðstefnum, aðstandendur íslenskra ríkisborgara eða EES eða EFTA útlendinga, aðstandendur ríkisborgara þriðju ríkja sem dveljast löglega í aðildarríkjunum, og sjómenn,


b) umsækjandi sýnir fram á ráðvendni sína og áreiðanleika, einkum að því er varðar löglega notkun fyrri samræmdra vegabréfsáritana eða áritana með takmarkað gildissvæði, fjárhagsstöðu sína í upprunalandinu og að það sé einlægur ásetningur hans að fara frá yfirráðasvæði aðildarríkjanna áður en vegabréfsáritunin, sem sótt er um, rennur út.


Dagafjöldi áritunar er aldrei yfir 90 daga á hverju 6 mánaða tímabili.


Áritun fyrir fleiri en eina komu er sjaldan veitt í fyrsta sinn sem sótt er um áritun.


Hver/hvar á að kaupa tryggingu?

Umsækjendur skulu að jafnaði tryggja sig í því ríki þar sem þeir eru búsettir. Ef ekki er unnt að koma því við skulu þeir reyna að fá tryggingu í öðru ríki. Tryggingin skal gilda á öllu yfirráðasvæði aðildarríkjanna og taka til alls fyrirhugaðs dvalar- eða gegnumferðartímabils hlutaðeigandi.

Getur gestgjafi ábyrgst framfærslu umsækjanda?

Gestgjafi getur ábyrgst framfærslu umsækjanda. Gestgjafi og umsækjandi verða að fylla út þar til gert eyðublað og gestgjafi verður að leggja fram staðfestingu á því að hann eigi nægilegt fé til að framfleyta umsækjanda. Umsækjandi leggur þau gögn fram með umsókn um vegabréfsáritun.

Hvernig á að sanna tengsl við heimaland og ásetning um að fara aftur til heimalandsins?

Skjöl sem gera kleift að meta ásetning umsækjanda um að fara frá yfirráðasvæði aðildarríkjanna geta t.d. verið:

  1. Miði til heimferðar eða hringferðar.
  2. Sönnun þess að hlutaðeigandi eigi fé í búsetulandi (staðfest reikningsyfirlit banka).
  3. Sönnun um starf og staðfesting atvinnurekanda á því að viðkomandi geti snúið aftur til starfa eftir leyfi.
  4. Sönnun þess að hlutaðeigandi eigi fasteign.
  5. Ættartengsl í heimalandi.
  6. Sönnun þess að hlutaðeigandi hafi aðlagast búsetulandinu, ef hann býr ekki í því landi sem hann hefur ríkisfang í. Dvalarleyfi í öðru landi verður að gilda a.m.k. þrjá mánuði fram yfir áætlaða dvöl á Íslandi.

Umsókn um áritun var synjað, hvað er hægt að gera?

Ef Útlendingastofnun synjar um vegabréfsáritun getur umsækjandi kært þá ákvörðun til kærunefndar útlendingamála skv. 7. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Vilji umsækjandi nýta heimild til kæru skal hann lýsa kæru innan 15 daga frá því að honum var kynnt ákvörðunin.

Ef erlent sendiráð, sem er í fyrirsvari fyrir Ísland, synjar umsókn um vegabréfsáritun getur umsækjandi kært þá ákvörðun til þess stjórnvalds samkvæmt leiðbeiningum í synjunarbréfi.

Ef gestgjafi vill kæra ákvörðun fyrir hönd umsækjanda, verður hann að hafa skriflegt umboð til þess.


  • Útlendingastofnun
  • Fréttir
  • Greinar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  • Ársskýrslur
  • Stefnur Útlendingastofnunar
    • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
    • Launastefna
    • Jafnlaunastefna
    • Tungumálastefna
  • Skipurit
  • Gjaldskrá
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Samstarfssamningar
  • Lög og reglugerðir
  • Algengar spurningar
    • Dvalarleyfi
    • Alþjóðleg vernd
    • Vegabréfsáritanir
    • Íslenskur ríkisborgararéttur
    • Túlkanir og þýðingar
  • Hafa samband
  • COVID-19

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • New in Iceland
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

Sími: 444 0900

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hr monitor 2020