Ferðatakmarkanir til Íslands
Erlendum ríkisborgurum, sem eru ekki ríkisborgarar EES/EFTA eða Bretlands, er almennt óheimilt að koma til Íslands til 1. júlí 2020. Þetta á þó ekki við um þá sem eru með gilt dvalarleyfi á Íslandi eða einhverju öðru EES/EFTA ríki eða eru fjölskyldumeðlimir íslenskra eða EES/EFTA ríkisborgara. Nánari upplýsingar um undanþágur frá ferðatakmörkunum til Íslands.
Fastur á Íslandi
Erlendir ríkisborgarar, sem staddir eru hér á landi og komast ekki til síns heima vegna ferðatakmarkana, sóttkvíar eða einangrunar, mega dvelja hér á landi án dvalarleyfis eða vegabréfsáritunar til og með 10. ágúst 2020. Nánari upplýsingar um heimild til dvalar án dvalarleyfis.
Ferðalög til Íslands
Upplýsingar um ferðalög til Íslands, aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 s.s. um sóttkví og skimun eru á covid.is.
Frekari spurningar varðandi ferðalög til Íslands, má senda í gegnum spurningagátt á covid.is en vegna fjölda fyrirspurna getur tekið nokkra daga að svara fyrirspurn þinni.