Samkvæmt lögum um útlendinga verður sá sem vill sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi að vera staddur á Íslandi, annað hvort við landamæri landsins eða innan þess. Umsóknin skal borin fram hjá Útlendingastofnun eða lögreglu og hægt er að leita til hvaða lögregluembættis á landinu sem er. Ekki er gerð krafa um að umsókn um vernd sé á tilteknu formi og nóg er að umsækjandi lýsi ósk sinni munnlega.
Umsóknir um alþjóðlega vernd sem eru sendar til Íslands frá einstaklingum sem eru staddir erlendis eru ekki teknar til meðferðar.