• Íslenska
  • English (UK)

Sidebar

  • Heim
  • Um Útlendingastofnun
    • Útlendingastofnun
    • Fréttir
    • Greinar
    • Tölfræði
      • Tölfræði leyfasviðs
      • Tölfræði verndarsviðs
    • Ársskýrslur
    • Stefnur Útlendingastofnunar
      • Stefna Útlendingastofnunar til ársins 2023
      • Launastefna
      • Jafnlaunastefna
      • Tungumálastefna
      • Persónuverndarstefna
    • Skipurit
    • Gjaldskrá
    • Eyðublöð
    • Afgreiðslutími
    • Samstarfssamningar
    • Lög og reglugerðir
    • Algengar spurningar
      • Dvalarleyfi
      • Alþjóðleg vernd
      • Vegabréfsáritanir
      • Íslenskur ríkisborgararéttur
      • Túlkanir og þýðingar
      • Upplýsingar fyrir ríkisborgara Úkraínu
    • Hafa samband
  • Eyðublöð
  • Afgreiðslutími
  • Tímabókanir
  • Hafa samband
  • Algengar spurningar
  • Tölfræði
    • Tölfræði leyfasviðs
    • Tölfræði verndarsviðs
  1. Heim
  2. Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða

Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða

Veiting dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða kemur aðeins til álita við efnislega meðferð umsóknar um alþjóðlega vernd.

Falli aðstæður umsækjanda um vernd ekki undir flóttamannahugtakið eða viðbótarvernd er tekið til skoðunar hvort hann eigi rétt á mannúðarleyfi. Eigi umsækjandi slíkan rétt fær hann útgefið dvalarleyfi til eins árs.

Heimilt er að endurnýja mannúðarleyfi í allt að tvö ár hafi forsendur fyrir veitingu þess í upphafi ekki breyst. Dvalarleyfið getur einnig verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis.

Athugið að ekki er hægt að sækja sérstaklega um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

Atvinnuleyfi

Handhafi dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða þarf að sækja um atvinnuleyfi með sérstakri umsókn ef viðkomandi ætlar að stunda vinnu hér á landi. Umsókn skal lögð fram hjá Útlendingastofnun en hún er afgreidd af Vinnumálastofnun.

Umsóknir er aðeins hægt að leggja fram á pappírsformi, annað hvort í þar til gerðan póstkassa í anddyri Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 í Kópavogi eða með því að senda umsókn í bréfpósti á sama heimilisfang. Einnig er hægt að leggja inn umsóknir hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.

Gögn sem leggja þarf fram

  • Umsókn um atvinnuleyfi
    • Afla þarf umsagnar stéttarfélags á umsókn áður en henni er skilað inn (reitur IV á umsókninni)
    • Undirrituð bæði af umsækjanda og atvinnurekanda.
  • Ráðningarsamningur
    • Undirritaður bæði af umsækjanda og atvinnurekanda.

Nánari upplýsingar um umsóknarferli og skilyrði er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Fjölskyldusameining

Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða veitir rétt til fjölskyldusameiningar fyrir maka, börn og foreldri eldri en 67 ára.

Vegabréf fyrir útlendinga

Útlendingur sem hefur dvalarleyfi hér á landi á grundvelli umsóknar um alþjóðlega vernd, en án þess að vera veitt alþjóðleg vernd, getur sótt um vegabréf fyrir útlendinga til ferða til útlanda.

Skilyrði er að umsækjandi sé löglega búsettur hér á landi og geti sýnt fram á að hann geti ekki fengið ferðaskilríki frá heimaríki, eða að hann sé ríkisfangslaus.

Endurnýjun dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða

Heimilt er að endurnýja mannúðarleyfi í allt að tvö ár ef skilyrði þess eru enn uppfyllt.

Umsóknir er aðeins hægt að leggja fram á pappírsformi, annað hvort í þar til gerðan póstkassa í anddyri Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 í Kópavogi eða með því að senda umsókn í bréfpósti á sama heimilisfang. Einnig er hægt að leggja inn umsóknir hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.

Gögn sem leggja þarf fram:

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfis. (Vinsamlegast hlaðið niður og vistið á tölvu áður en fyllt er út).
    • Í frumriti, vel út fyllt og undirrituð af umsækjanda.
  • Greiðslukvittun (ef greitt hefur verið fyrir umsóknina í banka).
    • Koma þarf skýrt fram fyrir hvern er verið að greiða. Skráið nafn umsækjanda, fæðingardag og fæðingarár í tilvísun.


Gögn sem er heimilt að leggja fram:

  • Umboð í frumriti vottað af tveimur vottum.
    • Umboð þarf ekki að berast nema umsækjandi vilji að einhver annar en hann sjálfur
  • Umsókn um atvinnuleyfi
    • Afla þarf umsagnar stéttarfélags á umsókn áður en henni er skilað inn (reitur IV á umsókninni)
    • Undirrituð bæði af umsækjanda og atvinnurekanda.
  • Ráðningarsamningur
    • Undirritaður bæði af umsækjanda og atvinnurekanda.

Það er á ábyrgð umsækjanda að leggja fram þau gögn sem eru á listanum. Ef öll gögn eru ekki lögð fram með umsókninni leiðir það til þess að afgreiðslan tefst eða umsókninni verður synjað. Útlendingastofnun getur óskað eftir viðbótargögnum þegar sérstakar ástæður mæla með því.

Afturköllun

Heimilt er að afturkalla dvalarleyfi hafi útlendingur við umsókn, gegn betri vitund, veitt rangar upplýsingar eða leynt atvikum sem hefðu getað haft verulega þýðingu við leyfisveitinguna eða ekki eru lengur uppfyllt skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis eða það leiðir að öðru leyti af almennum stjórnsýslureglum.

  • Alþjóðleg vernd
  • Helstu hugtök og skilgreiningar
  • Ferill umsókna
  • - Hvernig er sótt um?
  • - Meðferð umsókna
  • - Afturköllun umsóknar
  • - Máli lokið með ákvörðun ÚTL
  • Fylgd úr landi eftir synjun
  • Sjálfviljug heimför
  • Réttindi og þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd
    • Reglur um gestakomur í búsetuúrræðum Útlendingastofnunar
  • Talsmannaþjónusta
  • Bráðabirgðadvalar- og atvinnuleyfi
  • Listi yfir örugg ríki
  • Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða
  • Fjölskyldusameining flóttamanna
    • Alþjóðleg vernd fyrir maka flóttamanns
    • Alþjóðleg vernd fyrir barn flóttamanns
    • Alþjóðleg vernd fyrir foreldri fylgdarlauss barns
    • Alþjóðleg vernd fyrir systkini fylgdarlauss flóttabarns
  • Vegabréf fyrir útlendinga
  • Ferðaskírteini fyrir flóttamenn
  • Algengar spurningar

Tenglar

  • Dómsmálaráðuneytið
  • Kærunefnd útlendingamála
  • New in Iceland
  • Fjölmenningarsetur
  • Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna
  • Mannréttindaskrifstofa
  • Vinnumálastofnun
  • Þjóðskrá
  • Persónuvernd

Upplýsingar

  • Útlendingastofnun
  • Dvalarleyfi
  • Áritanir
  • Ríkisborgararéttur
  • Alþjóðleg vernd
  • Persónuverndarstefna

OPNUNARTÍMI

Mánudaga til föstudaga 9 - 14

Símaþjónusta:
Mánudaga til fimmtudaga 9 - 14
Föstudaga 9 - 12

444 0900

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Staðsetning

Útlendingastofnun | Dalvegi 18 | 201 Kópavogi | 444 0900 | utl@utl.is

Kt. 670269-6399 | Rkn. 0515-26-410424 

Jafnlaunavottun adalmerki 2020 2023 f ljosan grunn hrmonitor 2021