Icelandic(IS)English (United Kingdom)
Leturstærð
Útlendingastofnun, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík.
 
Opnunartími: Alla virka daga frá 10:00 - 14:00
 
Símatímar:
 
Dvalarleyfi og vegabréfsáritanir
Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-12
 
Lögfræðitengd mál- dvalarleyfi
Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-12
 
Lögfræðitengd mál- hælisleitendur
Þriðjudaga frá kl. 10-12
 
Ríkisborgararéttur
Þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-12
 
Vinsamlega sendið almennar fyrirspurnir á netfangið: utl@utl.is

 

fms

Íslenskur ríkisborgararéttur

Afgreiðsla Útlendingastofnunar er opin alla virka daga frá 10:00 til 14:00 og er móttaka umsókna um íslenskan ríkisborgarrétta á sama tíma.  

Afgreiðslugjald fyrir umsókn er 15.000 kr. og gjald fyrir tilkynningu um öðlast íslenskan ríkisborgararétt er 7.500 kr. Gjaldið er óendurkræft.

Til athugunar:

Afgreiðslutími almenna umsókna um ríkisborgararétt er meðaltali 8 – 18 mánuðir.

Ekki er tekið við  umsókn um íslenskan ríkisborgararétt fyrr en búsetuskilyrði er uppfyllt, nema þess óskað umsókn verði lögð fyrir Alþingi eða umsækjandi er undanþeginn skyldu til hafa dvalarleyfi hér á landi.

Ef umsækjandi um íslenskan ríkisborgararétt óskar eftir umsókn verði lögð fyrir Alþingi (afgreitt í desember 2014) er nauðsynlegt beiðni þess efnis ásamt umsókn og fylgigögnum berist Útlendingastofnun (nánar síðar).

Skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar á grundvelli laga um íslenskan ríkisborgararétt.

Búsetuskilyrði:

Almennt skilyrði er umsækjandi þarf hafa átt lögheimili hérlendis í sjö ár. Ákveðnar aðstæður geta stytt þann tíma:

Hjúskapur eða staðfest samvist. Umsækjandi, sem er í hjúskap eða staðfestri samvist með íslenskum ríkisborgara, þarf hafa átt hér lögheimili í þrjú ár frá giftingu/stofnun staðfestrar samvistar. Hinn íslenski maki þarf hafa haft íslenskan ríkisborgararétt ekki skemur en fimm ár þegar kemur veitingu ríkisborgararéttar.

Sambúð. Umsækjandi, sem býr í skráðri sambúð með íslenskum ríkisborgara og bæði eru ógift, hafi átt hér lögheimili í fimm ár frá skráningu sambúðarinnar. Hinn íslenski maki þarf hafa haft íslenskan ríkisborgararétt ekki skemur en fimm ár þegar kemur veitingu ríkisborgararéttar.

Ríkisborgari Norðurlanda. Umsækjandi með ríkisborgararétt í einhverju Norðurlandanna getur fengið íslenskan ríkisborgararétt hafi hann átt lögheimili hérlendis í 4 ár.

Barn íslensks ríkisborgara. Umsækjandi, sem á íslenskan ríkisborgara öðru foreldri, þarf hafa átt hér lögheimili í tvö ár, hafi hið íslenska foreldri haft ríkisborgararétt lágmarki í fimm ár.

Flóttamaður. Flóttamaður, sem fullnægir skilgreiningu í alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna sem gerður var 28. júlí 1951, hafi átt hér lögheimili sem slíkur í fimm ár. Sama gildir um þann sem fengið hefur dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum.

Umsækjandi sem verið hefur íslenskur ríkisborgari. Umsækjandi, sem hefur verið íslenskur ríkisborgari en hefur gerst erlendur ríkisborgari þarf hafa átt hér lögheimili í eitt ár.

Reglur þessar miðast við fasta búsetu og lögheimili og samfellda löglega dvöl hér á landi síðustu ár áður en umsókn er lögð fram. Heimilt er veita undanþágu frá skilyrði um samfellda dvöl, hafi hún verið rofin allt einu ári vegna tímabundinnar atvinnu eða af óviðráðanlegum ástæðum, svo sem vegna veikinda nákomins ættingja, en þó allt þremur árum vegna náms erlendis. Heildardvalartími umsækjanda hérlendis verður þó vera minnsta kosti jafnlangur þeim tíma sem hann verður uppfylla miðað við þau skilyrði sem liggja til grundvallar umsókninni.

Umsækjandi um ríkisborgararétt skal uppfylla skilyrði fyrir búsetuleyfi samkvæmt útlendingalögum. Umsækjandi skal jafnframt hafa slíkt leyfi útgefið af Útlendingastofnun þegar sótt er um íslenskan ríkisborgararétt nema hann undanþeginn skyldu til hafa dvalarleyfi hér á landi.

Ath. Samkvæmt útlendingalögum er ekki heimilt veita búsetuleyfi fyrr en útlendingur hefur dvalið hér á landi samfellt síðustu fjögur ár samkvæmt dvalarleyfi, sem getur verið grundvöllur búsetuleyfis.

Aðrar tilkynningar varðandi íslenskan ríkisborgararétt:

Tilkynning um íslenskan ríkisborgararétt fyrir barn fætt erlendis

Beiðni um öðlast ríkisfang nýju

Umsókn um halda íslenskum ríkisborgararétti

Umsókn um lausn frá íslensku ríkisfangi